Innréttingar

 

Parki býður upp á vandaðar eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápa frá franska fyrirtækinu SCHMIDT. Þetta eru vandaðar og stílhreinar innréttingar.

Hver innrétting er sérsmíði fyrir hvern og einn, þrátt fyrir staðlað kerfi og skápastærðir. Viður eða spónn er valinn og mynstraður saman.

Ein helsta sérstaða SCHMIDT er óhemjumikið úrval af litum og spónartegundum. Þetta býður upp á mikinn fjölbreytileika í efnisvali.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á hönnunarþjónustu eftir þeirra óskum gegn vægu gjaldi, sem síðan gengur upp í kaupverð innréttingar. Afgreiðslutími er 10 til 12 vikur.

 

Parki býður nú einnig staðlaðar eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápa  frá enska fyrirtækinu Symphony.

Þessar innréttingar hafa fengið góðar viðtökur og afgreiðslutími þeirra er styttri en áður hefur verið mögulegt eða 4-6 vikur að jafnaði.

Dæmi um vinsælar línur eru New York sem er hvít háglans innrétting með stílhreinni hönnun og með grip í staðinn fyrir hefðbundnar höldur.

 

Hönnunarkostnaður (fæst endurgreiddur við kaup):

Hafa samband við sölumann.

Eldhúsinnrétting : kr  12,000

Baðinnrétting : kr  6,000

Fataskápur : kr  5,000

Þvottahúsinnrétting : kr 6000

 

Kíktu endilega við í sýningarsal okkar að Dalvegi 10 – 14 og skoðaðu úrvalið.