Innihurðir

Innihurðir

Parki ehf býður uppá yfirfelldar innihurðir, eldvarnarhurðir, rennihurðir og glerhurðir frá Grauthoff í Þýskalandi og vörumerki þeirra eru Astra og HGM. Fyrirtækið bætir stöðugt á vöruúrvalið og býður nú upp á um 100 mismunandi tegundir af hurðum þar sem breidd og hæð er samkvæmt þínum óskum. Sjón er sögu ríkari.

Innihurðir

Hinar gullfallegu innihurðir frá Grauthoff eru gott dæmi um þýskt hugvit. Þær eru yfirfelldar með samlokukörmum sem tryggja hljóðeinangrun og brunavörn sérstaklega vel. Margar útfærslur eru til í öllum viðartegundum.

Forstofuhurðir

Bruna- og reykvarnir. Við bjóðum upp á forstofuhurðir í miklu úrvali, brunavarnarhurðir. Mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að forstofuhurðum. Útlitið er auðvitað mikilvægt þar sem hurðin er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur inn á heimilið, en góð hljóðeinangrun og brunavörn er einnig ómissandi. Brunavarnarhurðir hindra eldinn á skilgreindan og virkan hátt, svo hægt sé að tryggja flóttaleiðir á öruggan hátt og ef í nauðir rekur, nota þær án áhættu. Bruna- og reykvarnarhuðir frá Grauthoff eru eins að ytra útliti og aðrar spónlagðar hurðir og uppfylla þannig, auk varnarhlutverks síns, ítrustu útlitskröfur. Grauthoff brunavarnarhurðir er hægt að fá með viðarkörmum.

Rennihurðir

Rennihurðir eru virk lausn eftir máli. Þar sem plássið til að opna hurð er lítið eru Grauthoff rennihurðirnar tilvalin lausn. Rennihurðir er hægt að fá í stöðluðum stærðum eða eftir máli samkvæmt óskum hvers og eins. Einnig er hægt að fá þær sem stílrænar hurðir eða úr gegnheilu gleri.

Glerhurðir

Í boði eru hurðir með frönskum römmum eða gluggaúrtökum eins og teikningarnar sýna, sjá pdf skjal hér á síðunni. Glerhurðir eru einnig smíðaðar eftir máli.

Hurðir með frönskum römmum

Hægt er að velja um hornboga eða hringboga sem yfirstykki í frönskum römmum. Rammarnir eru fulllakkaðir eða litalakkaðir. Borað er fyrir skrúfum sem fylgja með. Glerjunarborði er límdur allan hringinn. Gler fylgir ekki með frönskum römmum.

Hurðir með gluggaúrtökum

Hurðum með gluggaúrtökum eða gluggum eftir máli, fylgir glært eða reyklitað gler og ísetning. Einnig er hægt að sérpanta fasað eða sandblásið gler. Rammarnir eru settir í á verkstæði og sjást engar skrúfur. Glerjunarborði er límdur meðfram úthring á hverju borði.

 

Hér fyrir neðan eru myndir af yfirfelldum Grauthoff hurðum:

 

Myndabanki Notaðu örvarnar á lyklaborðinu til þess að fletta á milli mynda

 • Birki

 • Fine Art Eik

 • Eik Evrópa

 • Fine Art Anegre

 • Beyki

 • Fine Art Wenge

 • Fine Art Zebrano

 • Fine art Zebrano quer

 • Hlynur

 • Hnota

 • Hvít mdf

 • Kirsuber

 • Mahoni

 • Eik Tabac

 • Wenge