Hurðir

 

Parki býður upp á stórglæsilegt úrval af innihurðum og útihurðum.

Grauthoff

Innihurðirnar frá Grauthoff eru gott dæmi um þýskt hugvit. Þær eru yfirfelldar með samlokukörmum sem tryggja hljóðeinangrun og brunavörn sérstaklega vel. Margar útfærslur eru til í öllum viðartegundum.

Fleki

Fleka innihurðirnar eru mjög vandaðar og glæsilegar. Þær eru íslensk framleiðsla og koma þær í mörgum mismunandi viðartegundum. Þær er líka hægt að fá hærri en venjulega og eru þær þá 240 cm á hæð.

Ktm

Hægt er að sérpanta stórglæsilegar hurðir frá hinum þýska framleiðanda KTM.

Útihurðir

Við bjóðum upp á útihurðir úr sedrusvið. Hurðirnar eru fluttar inn frá Brasilíu og koma þær ekki fullunnar. Parki sér um að fullvinna þær og sníða eftir þínum þörfum. Þú kemur einfaldlega með hugmynd eða teikningar og við gerum þér tilboð.

grauthoff-tueren-logo bw